Húsasmiðjan og Vesturport gera samstarfssamning Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 11:59 vísir/aðsend Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira