Olason búinn að læsa markinu eftir komu Atla til Akureyrar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 13:15 Tomas Olason á stóran þátt í þremur sigurleikjum Atla Hilmarssonar. vísir/stefán Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita