Kobe Bryant fjórði maðurinn sem skorar 32.000 stig í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Kobe Bryant gekk sáttur af velli í nótt. vísir/getty Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Los Angels Lakers vann fyrsta útileik liðsins á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði Atlanta Hawks, 114-109, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þó aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu, en það er í heildina búið að spila ellefu leiki. Lakers er á botni vesturdeildarinnar með tvo sigra og níu töp. Stóra saga leiksins var sú að Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Los Angeles-liðið í leiknum auk þess sem hann tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta. Með stigunum 28 komst hann yfir 32.000 stiga múrinn, en hann er aðeins fjórði maðurinn í sögu NBA sem tekst að skora 32.000 stig eða meira. Hann fékk vítaskot að auki eftir að hann skoraði 32.000 stigið sem hann nýtti og lauk hann leik með 32.001 stig í heildina.Michael Jordan er næsta skotmark Kobe Bryant.vísir/gettyKobe vantar nú aðeins 292 stig til að komast upp fyrir Michael Jordan á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi, en Jordan skoraði 32.292 stig fyrir Chicago Bulls og Washington Wizards á sautján ára ferli í NBA-deildinni. Jordan var þó öllu sneggri en Kobe að skora 32.000 stig. Það tók hann „aðeins“ 1.059 leiki á meðan Kobe var að spila 1.256 leikinn sinn í NBA deildinni. Bæði Kareem Abdul-Jabaar (1.194 leikir) og Karl Malone (1.235 leikir) voru fljótari en Kobe að ná þessum áfanga. Kobe mun vafalítið ná Jordan og komast í þriðja sæti stigalistans, en það er þó öllu lengra í Karl Malone sem er í öðru sæti með 36.928 stig. Kareem Abdul-Jabbar trónir öruggur á toppnum með 38.387 stig. Af tíu stigahæstu leikmönnum NBA-deildarinnar eru aðeins tveir sem eru að spila í deildinni, en það eru Kobe Bryant og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks. Þrír aðrir leikir fóru fram í nótt. Oklahoma City Thunder heldur áfram að eiga í erfiðleikum án Russells Westbrooks og Kevins Durants, en liðið tapaði fyrir Utah Jazz, 98-81, á útivelli í nótt. Anthony Davis heldur áfram að spila eins og kóngur fyrir New Orleans Pelicans, en hann skoraði 28 stig og tók 9 fráköst í 106-100 útisigur á Sacramento Kings og þá lagði Milwaukee Bucks lið New York Knicks á heimavelli, 117-113.Stigahæstir í sögu NBA-deildarinnar: 1. Kareem Abdul-Jabbar 38.387 2. Karl Malone 36.928 3. Michael Jordan 32.292 4. Kobe Bryant 32.001 5. Wilt Chamberlain 31.419 6. Shaquille O'Neal 28.596 7. Moses Malone 27.409 8. Elvin Hayes 7.313 9. Dirk Nowitzki 27.002 10. Hakeem Olajuwon 26.946Kobe Bryant becomes the 4th player in NBA history to surpass the 32,000 point mark (Jordan, K. Malone, Abdul-Jabbar)— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 19, 2014 Games to reach 32,000 career points: • Michael Jordan - 1,059 • Kareem Abdul-Jabaar - 1,194 • Karl Malone - 1,235 • Kobe Bryant - 1,256— SportsCenter (@SportsCenter) November 19, 2014 32,001 in the books. 292 from passing MJ. Details of @kobebryant joining the 32K club: http://t.co/uxrB2DH5S3 pic.twitter.com/Ibib2Nb4XH— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014 Point #32,000 for @kobebryant and he's fouled!! Lakers up 107-102 with a FT coming.— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 19, 2014
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira