Flugfarþegar horfa beint ofan í eldspúandi gíginn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2014 19:30 Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna. Bárðarbunga Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana. Ein slík er þó búin að vera á Íslandi síðustu tvo mánuði, leiðin Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Flugleið Flugfélags Íslands milli Reykjavíkur og Egilsstaða liggur rétt norðan við eldstöðina á Dyngjusandi og í björtu veðri geta farþegar sem hafa útsýni til suðurs átt von á að sjá mesta hraungos sem komið hefur upp á Íslandi frá Skaftáreldum. Á myndum sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 tók í vikunni, mátti sjá nýtt hraunið skera sig greinilega úr frá hvítri snjóbreiðunni sem komin er yfir hálendið. Farþegar horfa nánast beint ofan í eldspúandi gíginn og rauðglóandi hraunárnar.Eldgosið séð úr Fokker-vél Flugfélags Íslands í vikunniStöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur áætlar að gígurinn sé 400-500 metra langur og 100-150 metra breiður. Austan hans hefur myndast stór hrauntjörn þar sem glóandi hraunið breiðir úr sér áður en það rennur áfram í hraunám sem að magni eru álíka og Skjálfandafljót. Við hraunsporðinn þar sem hann mætir Jökulsá má sjá gufumekki standa upp úr á mörgum stöðum.Lentir á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugmennirnir vekja athygli farþeganna á því sem fyrir augu ber og það er ekki síður gaman að fljúga yfir eldstöðinni í myrkri. Bjarminn sést víða að og meira að segja í gegnum skýjaslæðu má vel greina gíginn og hraunelfuna.
Bárðarbunga Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira