Býst við um 50.000 gestum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2014 15:22 Hátíðargestir (t.v.) og Grímur Atlason visir/arnþór/aðsent Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma. Airwaves Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma.
Airwaves Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira