Bubba Watson sigraði á ótrúlegan hátt á HSBC heimsmótinu í Kína 9. nóvember 2014 11:02 Watson setti glompuhöggið á 18. holu niður af stakri snilld. AP Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þeir golfáhugamenn sem vöknuðu í nótt til þess að horfa á lokahringinn á HSBC heimsmótinu í golfi voru verðlaunaðir með hreint út sagt ótrúlegri dramatík en Masters meistarinn Bubba Watson sigraði á sínu þriðja atvinnumóti á árinu. Fyrir hringinn átti Graeme McDowell eitt högg á næstu menn en hann fann sig ekki á lokahringnum, fékk aðeins einn fugl og kom inn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann deildi að lokum þriðja sætinu með Rickie Fowler og Hiroshi Iwata á samtals 10 höggum undir pari. Á meðan voru augu allra á Bubba Watson sem hafði spilað frábært golf og byggt upp góða tveggja högga forystu á næstu menn þegar að þrjár holur voru eftir. Það leit þó út fyrir að taugarnar væru að fara með hann á lokaholunum en hann fékk skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á 17. holu eftir að hafa tekið tvö högg ofan í glompu. Watson dó ekki ráðalaus og svaraði á hreint ótrúlegan hátt en hann vippaði í fyrir erni af 30 metra færi úr glompu á lokaholunni til þess að taka forystuna á ný. Suður-Afríkumanninum, Tim Clark, tókst þó að fá fugl lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana en báðir kylfingar höfði leikið hringina fjóra á hinum glæsilega Sheshan velli í Kína á 11 höggum undir pari. Watson setti síðan niður rúmlega fimm metra pútt fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana til þess að sigra mótið en þetta er fyrsta heimsmótið í golfi sem þessi 36 ára Bandaríkjamaður sigrar í á ferlinum. Eftir hringinn sagði Watson við fréttamenn að hann væri feginn að hafa loksins sigrað á golfmóti erlendis því allir hinir sex sigrar hans á ferlinum höfðu komið í Bandaríkjunum.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira