Fékk nóg af ruðningi og hvarf út í buskann 30. október 2014 15:00 Kitterman er hér annar frá vinstri. Stjúpsonurinn er lengst til hægri. Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira