Klovn-félagar með nýja bíómynd í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 17:30 Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira