Gígurinn Baugur er þegar 100 metra hár Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Eldstöðvar í Holuhrauni, mynd tekin 18. september 2014. Inn á hana eru settar þær nafngiftir sem vísindamenn hafa komið sér upp til þess að auðvelda umræður og dagleg skýrsluskrif. Mynd/Ármann Höskuldsson Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Bárðarbunga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum.
Bárðarbunga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira