Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2014 17:06 "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ „Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
„Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22