Flugmanninum verður ekki vikið úr starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 15:31 Í návígi við hraunjaðarinn í gær. vísir/skjáskot/auðunn Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06