Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaunin: „Um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 09:43 Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. „Ég get ekki sagt að ég sé spenntur eftir því að þetta verði tilkynnt,“ segir Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, léttur í bragði en í gær birti RÚV frétt þess efnis að höfundurinn væri orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í blaðinu Cronache del Garantista kom nafn hans við sögu í tengslum við verðlaunin en þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og fengið góðar viðtökur þar í landi. „Maður er auðvitað bara alltaf spenntur yfir því hvaða höfundur hreppir verðlaunin en það eru svona um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér í röðinni. Ég er algjörlega rólegur, “ segir Jón og hlær sig máttlausan. Jón segir að fólk í kringum hann hafi haft gaman af þessu og rætt töluvert við hann um möguleikana. „Maður tekur þessu ekki alvarlega. Það hefur gengið vel hjá mér á Ítalíu og þeir hafa fundið eitthvað við þessar bækur en ætli þetta sé ekki bara útaf því að ég hef svo góðan þýðanda,“ segir Jón sem ætlar nú ekki að fylgjast með beinni útsendingu þegar verðlaunahafinn verður kynntur til sögunnar.Hér má fylgjast með þeirri útsendingu og hefst hún klukkan 10.30. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég get ekki sagt að ég sé spenntur eftir því að þetta verði tilkynnt,“ segir Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, léttur í bragði en í gær birti RÚV frétt þess efnis að höfundurinn væri orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Í blaðinu Cronache del Garantista kom nafn hans við sögu í tengslum við verðlaunin en þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og fengið góðar viðtökur þar í landi. „Maður er auðvitað bara alltaf spenntur yfir því hvaða höfundur hreppir verðlaunin en það eru svona um það bil tólf þúsund höfundar á undan mér í röðinni. Ég er algjörlega rólegur, “ segir Jón og hlær sig máttlausan. Jón segir að fólk í kringum hann hafi haft gaman af þessu og rætt töluvert við hann um möguleikana. „Maður tekur þessu ekki alvarlega. Það hefur gengið vel hjá mér á Ítalíu og þeir hafa fundið eitthvað við þessar bækur en ætli þetta sé ekki bara útaf því að ég hef svo góðan þýðanda,“ segir Jón sem ætlar nú ekki að fylgjast með beinni útsendingu þegar verðlaunahafinn verður kynntur til sögunnar.Hér má fylgjast með þeirri útsendingu og hefst hún klukkan 10.30.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira