Stórmyndin sem floppaði í bíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 14:30 Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira