Real Madrid skoraði átján mörk á einni viku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2014 15:00 Vísir/Getty Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58
Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00
Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01
Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15