Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2014 12:16 VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR Á fundi vísindamannaráðs Almannavrarna í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs, lítill hluti þess breiðir úr sér til norðurs en megintungan rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum og áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild. Veðurspár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgasa gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og Vopnafirði. Fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum að ef fólk finni fyrir óþægindum sé mælt með því að það halda sig innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu.VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIRMikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu breytist lítið frá degi til dags. Skjálftarnir dreifast einkum um norður- og suðausturhluta öskjumisgengisins. Skjálfti af stærðinni 5,3 varð rétt eftir miðnætti. Dregið hefur nokkuð úr skjálftum við norðurenda kvikugangsins. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga. Í tilkynningunni segir að GPS mælingar sýni óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. Þegar litið er yfir tímabilið frá því gos hófst má hins vegar greina hreyfingar í átt að Bárðarbungu sem benda til áframhaldandi sigs í öskjunni. Þrír möguleikar eru taldir áfram líklegastir um framvindu: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu en kóða fyrir Öskju hefur verið breytt í grænt. Á fundinum sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56 Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Á fundi vísindamannaráðs Almannavrarna í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs, lítill hluti þess breiðir úr sér til norðurs en megintungan rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum og áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild. Veðurspár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgasa gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og Vopnafirði. Fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum að ef fólk finni fyrir óþægindum sé mælt með því að það halda sig innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu.VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIRMikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu breytist lítið frá degi til dags. Skjálftarnir dreifast einkum um norður- og suðausturhluta öskjumisgengisins. Skjálfti af stærðinni 5,3 varð rétt eftir miðnætti. Dregið hefur nokkuð úr skjálftum við norðurenda kvikugangsins. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga. Í tilkynningunni segir að GPS mælingar sýni óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. Þegar litið er yfir tímabilið frá því gos hófst má hins vegar greina hreyfingar í átt að Bárðarbungu sem benda til áframhaldandi sigs í öskjunni. Þrír möguleikar eru taldir áfram líklegastir um framvindu: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu en kóða fyrir Öskju hefur verið breytt í grænt. Á fundinum sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56 Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33
Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30
Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56
Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00
Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11
Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45