Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 20:00 Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04
Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52