Real skoraði átta gegn nýliðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. september 2014 00:01 Ronaldo fagnar þriðja marki sínu í dag. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst. Spænski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst.
Spænski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira