Robert Plant vill vinna með Jack White Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. september 2014 20:00 Getty Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Jack White hefur unnið með fjöldanum öllum af frægum rokkurum í gegnum tíðina svo sem Wanda Jackson, Neil Young og Jerry Lee Lewis. Nú hefur rokkrisaeðlan og annar Íslandsvinur Robert Plant úr Led Zeppelin lýst yfir áhuga sínum á því að vinna með White. Plant vinnur nú að nýrri plötu og samkvæmt tónlistarmiðlinum Consequence of Sound sagði Plant á Fésbókinni sinni: „Ég elska ævintýrasemina hans Jack White og hvernig hann leikur sér með mismunandi tónlistarstefnur. Ég væri mjög til í að vinna breiðskífu með honum.“ Plant er á leiðinni til Nashville í næstu viku en þar er upptökuver Whites einmitt staðsett. White verður því miður á tónleikaferðalagi þá en báðir rokkararnir munu halda eigin tónleika í Leeds í Bretlandi 17. nóvember. Hugsanlega verður eitthvað úr samstarfinu upp úr því en lag með þeim tveim myndi vafalaust gleðja marga rokkaðdáendur heimsins. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Jack White hefur unnið með fjöldanum öllum af frægum rokkurum í gegnum tíðina svo sem Wanda Jackson, Neil Young og Jerry Lee Lewis. Nú hefur rokkrisaeðlan og annar Íslandsvinur Robert Plant úr Led Zeppelin lýst yfir áhuga sínum á því að vinna með White. Plant vinnur nú að nýrri plötu og samkvæmt tónlistarmiðlinum Consequence of Sound sagði Plant á Fésbókinni sinni: „Ég elska ævintýrasemina hans Jack White og hvernig hann leikur sér með mismunandi tónlistarstefnur. Ég væri mjög til í að vinna breiðskífu með honum.“ Plant er á leiðinni til Nashville í næstu viku en þar er upptökuver Whites einmitt staðsett. White verður því miður á tónleikaferðalagi þá en báðir rokkararnir munu halda eigin tónleika í Leeds í Bretlandi 17. nóvember. Hugsanlega verður eitthvað úr samstarfinu upp úr því en lag með þeim tveim myndi vafalaust gleðja marga rokkaðdáendur heimsins.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira