Gæti orðið stærsta gos í áratugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 23:06 Vísir/Auðunn Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans. Bárðarbunga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Líkur eru taldar á að gos muni hefjast í Bárðarbungu vegna viðvarandi sigs í öskjunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Sig í öskjunni er þó ekki mikið enn sem komið er, eða um það bil 20 metrar. Hann segir ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en fari svo, verði gosið það stærsta í áratugi. „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos. Stærra en það sem við höfum séð á síðustu áratugum. Öskjusig eru ekki algeng fyrirbæri og þeim fylgja oft veruleg eldgos.,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að hægt sé að líta á þetta á þrenna vegu. „Í fyrsta lagi að þetta sig hætti fljótlega og gosið í Holuhrauni fjari út. Í öðru lagi að sigið verði töluvert mikið, nokkuð hundruð metrar jafnvel, og á meðan þá sigi kvikan undan Bárðarbungu og gosið í Holuhrauni haldi áfram. Það er hætt við að ef svo færi þá yrði þetta verulega mikið, langvinnt gos. Nú þriðja sviðsmyndin er kannski verst. Það er að kvikan finni sér leið upp í öskjuna, öskjubrotið og gos byrji innan öskjunnar. Það gæti valdið verulegu jökulhlaupi.“ Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni og samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og rannsóknarhóp hans hefur hraunið lengst um einn kílómetra síðastliðinn sólarhring, en lengdist um rúma 500 metra sólarhringinn þar á undan. Samkvæmt jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var ekki unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum og ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu. Innlegg frá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Bárðarbunga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira