Logi: Við erum allir eins og bræður Óskar Ófeigur Jónsson frá London skrifar 20. ágúst 2014 11:15 Logi á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Vísir/ÓÓJ Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur spilað marga leiki á ferlinum en er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti. Með sigri tryggir íslenska liðið sér annað sætið í riðlinum og mögulega sæti á EM. „Þessi leikur er númer eitt á mínum ferli, með öllum liðum og á öllum þessum árum. Þetta er stærsti leikurinn á ferlinum," sagði Logi Gunnarsson og er ekkert að skafa af hlutunum enda engin ástæða til þess. „Stærsta markmiðið sem við getum sett okkur sem íslensk körfuboltaþjóð er að komast á stórmót og þetta var fjarlægur draumur þegar ég byrjaði. Það er rosalega gaman að vera í þessari stöðu og við eigum að njóta þess að búnir að vinna okkur það vinna að vera í svona stöðu," sagði Logi sem hefur spilað 103 landsleiki fyrir Ísland. „Núna þurfum við bara að klára þessa ferð sem við erum á með því að vinna þennan leik," sagði Logi. Hann segir að allir í liðinu ætli að passa að slaka ekki á þótt að liðið sé búið að endurheimta Jón Arnór Stefánsson. „Við sem höfum verið að spila mikið þurfum að halda áfram að vera áræðnir og megum ekki slaka á í því þótt að Jón sé kominn. Við þurfum að vaða áfram á körfuna og halda áfram að dreifa boltanum vel eins og við höfum verið að gera," sagði Logi og bætti við: „Ég hef enga trú á öðru en að við gerum það. Við erum búnir að vera með Jón í allt sumar og vorum að spila mjög flottan leik á öllum æfingum þegar hann var með. Við höldum því bara áfram," sagði Logi. Hann segir liðið samheldið og þar sé sterk liðsheild. „Við erum flestir í þessu liðið búnir að vera að spila saman í tíu ár og svo hafa bæst inn ungir leikmenn á þessum tíma sem er frábært. Við erum mjög samstilltir og þetta er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum. Við fáum svo mikið úr því að gera þetta saman því við erum allir mjög nánir og allir eins og bræður," sagði Logi. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur spilað marga leiki á ferlinum en er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti. Með sigri tryggir íslenska liðið sér annað sætið í riðlinum og mögulega sæti á EM. „Þessi leikur er númer eitt á mínum ferli, með öllum liðum og á öllum þessum árum. Þetta er stærsti leikurinn á ferlinum," sagði Logi Gunnarsson og er ekkert að skafa af hlutunum enda engin ástæða til þess. „Stærsta markmiðið sem við getum sett okkur sem íslensk körfuboltaþjóð er að komast á stórmót og þetta var fjarlægur draumur þegar ég byrjaði. Það er rosalega gaman að vera í þessari stöðu og við eigum að njóta þess að búnir að vinna okkur það vinna að vera í svona stöðu," sagði Logi sem hefur spilað 103 landsleiki fyrir Ísland. „Núna þurfum við bara að klára þessa ferð sem við erum á með því að vinna þennan leik," sagði Logi. Hann segir að allir í liðinu ætli að passa að slaka ekki á þótt að liðið sé búið að endurheimta Jón Arnór Stefánsson. „Við sem höfum verið að spila mikið þurfum að halda áfram að vera áræðnir og megum ekki slaka á í því þótt að Jón sé kominn. Við þurfum að vaða áfram á körfuna og halda áfram að dreifa boltanum vel eins og við höfum verið að gera," sagði Logi og bætti við: „Ég hef enga trú á öðru en að við gerum það. Við erum búnir að vera með Jón í allt sumar og vorum að spila mjög flottan leik á öllum æfingum þegar hann var með. Við höldum því bara áfram," sagði Logi. Hann segir liðið samheldið og þar sé sterk liðsheild. „Við erum flestir í þessu liðið búnir að vera að spila saman í tíu ár og svo hafa bæst inn ungir leikmenn á þessum tíma sem er frábært. Við erum mjög samstilltir og þetta er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum. Við fáum svo mikið úr því að gera þetta saman því við erum allir mjög nánir og allir eins og bræður," sagði Logi.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09
Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00
Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins