Ævisaga goðsagnarinnar Miles Davis í bígerð Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 16:30 Don Cheadle er afar sannfærandi sem Miles Davis. Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Don Cheadle hóf tökur á myndinni Miles Ahead í júlí en það er ævisaga um djassgoðsögnina Miles Davis. Mun þetta vera fyrsta leikna myndin um meistara Miles. Cheadle kláraði þær tökur sem fara fram í Cincinatti-borg í vikunni samkvæmt frétt Cincinatti.com en ekki er ljóst hvenær myndin verður fulltilbúin. Kvikmyndin hefur verið í vinnslu frá árinu 2008 en Cheadle ákvað að framleiða myndina sjálfstætt. Myndin var hópfjármögnuð á síðunni Indiegogo og naut ekki stuðnings kvikmyndafyrirtækja Hollywood. Cheadle leikur sjálfur Miles og Ewan McGregor leikur tónlistarblaðamann Rolling Stone-tímaritsins. Gamli lærlingur og samstarfsmaður Miles, Herbie Hancock, sér um tónlistina. Myndin mun ekki fjalla um allt lífshlaup meistarans heldur er fókusinn á því fimm ára tímabili í lífi hans á sjöunda áratugnum sem kallað er „þögla tímabilið“. Þá gaf Miles ekki neina tónlist út og hélt sig til hlés en gaf síðan út meistaraverkið In a Silent Way árið 1968. Sú plata var byrjunin á „rafmagnaða“ tímabili Miles þar sem hann blandaði djassi saman við sýrurokk. Hlaut hann bæði lof og gagnrýni fyrir á sínum tíma þó að flestir séu nú sammála að rafmögnuðu plötur hans séu meistarastykki. Hér fyrir neðan má hlusta á þessa tímalausu plötu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira