Kate Bush vill hvorki gemsa né myndavélar á tónleikunum sínum Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 20:00 Kate Bush er stórkostleg tónlistarkona. Eins og kunnugt er snýr breska söngkonan Kate Bush aftur í ár til að spila á fyrstu tónleikaröð sinni í 35 ár. Í vikunni skrifaði Bush færslu á heimasíðu sinni þar sem hún biðlar til aðdáenda sinna um að nota hvorki síma né myndavélar á tónleikunum. Bush, 56 ára, segir að þetta sé henni afar mikilvægt. „Ég vildi gjarnan eiga samskipti við ykkur sem áhorfendur en ekki í gegnum iPhone, iPad eða myndavélar,“ segir hún og bætir við að hún hafi sérstaklega valið Hammersmith Apollo, lítinn og náinn tónleikasal, í staðinn fyrir stóran sal eða leikvöll. „Þetta myndi gera okkur kleift að njóta upplifunarinnar saman,“ segir hún. Þá segist Bush vera spennt fyrir tónleikunum og segir undirbúninginn ganga afar vel. Hún mun spila á 22 tónleikum í London og eru fyrstu tónleikarnir á þriðjudaginn næstkomandi. Aðgöngumiðar á tónleikaröðina, sem ber nafnið Before the Dawn, seldust út á fimmtán mínútum eftir að sala hófst í mars. Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eins og kunnugt er snýr breska söngkonan Kate Bush aftur í ár til að spila á fyrstu tónleikaröð sinni í 35 ár. Í vikunni skrifaði Bush færslu á heimasíðu sinni þar sem hún biðlar til aðdáenda sinna um að nota hvorki síma né myndavélar á tónleikunum. Bush, 56 ára, segir að þetta sé henni afar mikilvægt. „Ég vildi gjarnan eiga samskipti við ykkur sem áhorfendur en ekki í gegnum iPhone, iPad eða myndavélar,“ segir hún og bætir við að hún hafi sérstaklega valið Hammersmith Apollo, lítinn og náinn tónleikasal, í staðinn fyrir stóran sal eða leikvöll. „Þetta myndi gera okkur kleift að njóta upplifunarinnar saman,“ segir hún. Þá segist Bush vera spennt fyrir tónleikunum og segir undirbúninginn ganga afar vel. Hún mun spila á 22 tónleikum í London og eru fyrstu tónleikarnir á þriðjudaginn næstkomandi. Aðgöngumiðar á tónleikaröðina, sem ber nafnið Before the Dawn, seldust út á fimmtán mínútum eftir að sala hófst í mars.
Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira