Fed-Ex bikarinn hefst í kvöld - Heldur McIlroy uppteknum hætti? 21. ágúst 2014 11:41 Rory McIlroy hefur leikið frábærlega undanfarnar vikur. AP/Getty Spennustigið á PGA-mótaröðinni mun aukast gífurlega á komandi vikum en fyrsta mótið í Fed-Ex bikarnum, Barclays meistaramótið, hefst í dag á Ridgewood vellinum. Þeir 125 kylfingar sem hafa safnað sér flestum Fed-Ex stigum yfir tímabilið á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt um helgina og því eru nánast allir bestu kylfingar heims skráðir til leiks. Í komandi mótum mun þeim síðan fækka jafnt og þétt en aðeins 30 kylfingar fá að taka þátt í lokamótinu sem fram fer á hinum magnaða East lake velli um miðjan september. Verðlaunaféð í Fed-Ex bikarnum er gífurlega hátt en alls er spilað um 35 milljónir dollara eða rúmlega fjóra milljarða króna. Til að setja þetta í samhengi fær sá kylfingur sem endar í 91. sæti á Fed-Ex stigalistanum 80.000 dollara í sinn hlut eða rúmlega 9.3 milljónir króna á meðan að sigurvegarinn fær heilar 10 milljónir dollara eða 1.1 milljarð íslenskra króna. Svíinn Henrik Stenson sigraði Fed-Ex bikarinn í fyrra en Rory McIlroy leiðir stigalistann þetta árið. Það verður áhugavert að sjá hvort að eitthvað stöðvar Norður-Írann unga en hann hefur á undanförnum vikum spilað ótrúlegt golf og unnið tvo risatitla ásamt því að hafa sigrað á Bridgestone heimsmótinu í golfi. Barclays meistaramótið verður sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í dag. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Spennustigið á PGA-mótaröðinni mun aukast gífurlega á komandi vikum en fyrsta mótið í Fed-Ex bikarnum, Barclays meistaramótið, hefst í dag á Ridgewood vellinum. Þeir 125 kylfingar sem hafa safnað sér flestum Fed-Ex stigum yfir tímabilið á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt um helgina og því eru nánast allir bestu kylfingar heims skráðir til leiks. Í komandi mótum mun þeim síðan fækka jafnt og þétt en aðeins 30 kylfingar fá að taka þátt í lokamótinu sem fram fer á hinum magnaða East lake velli um miðjan september. Verðlaunaféð í Fed-Ex bikarnum er gífurlega hátt en alls er spilað um 35 milljónir dollara eða rúmlega fjóra milljarða króna. Til að setja þetta í samhengi fær sá kylfingur sem endar í 91. sæti á Fed-Ex stigalistanum 80.000 dollara í sinn hlut eða rúmlega 9.3 milljónir króna á meðan að sigurvegarinn fær heilar 10 milljónir dollara eða 1.1 milljarð íslenskra króna. Svíinn Henrik Stenson sigraði Fed-Ex bikarinn í fyrra en Rory McIlroy leiðir stigalistann þetta árið. Það verður áhugavert að sjá hvort að eitthvað stöðvar Norður-Írann unga en hann hefur á undanförnum vikum spilað ótrúlegt golf og unnið tvo risatitla ásamt því að hafa sigrað á Bridgestone heimsmótinu í golfi. Barclays meistaramótið verður sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í dag.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira