Grannt fylgst með ferðum fólks við Jökulsárgljúfur Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:15 Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit. Bárðarbunga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit.
Bárðarbunga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira