Neil Young og Pegi skilja Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 19:00 Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira