Fáðu magnesíum úr fæðunni Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði. Heilsa Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp
Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði.
Heilsa Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp