Fáðu magnesíum úr fæðunni Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði. Heilsa Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið
Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði.
Heilsa Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið