Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu 11. ágúst 2014 01:51 McIlroy virðist óstöðvandi þessa dagana. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en lokahringurinn var gríðarlega spennandi og margir sterkir kylfingar börðust um titilinn. McIlroy lék hringina fjóra á Valhalla vellinum á samtals 16 höggum undir pari, einu betur en Phil Mickelson sem endaði á 15 höggum undir pari.Rickie Fowler og Henrik Stenson voru einnig í toppbaráttunni á lokahringnum en þeir deildu að lokum þriðja sætinu á 14 höggum undir pari. Sigur McIlroy er hans þriðji í röð en hann sigraði á Opna breska meistaramótinu og á Bridgestone Invitational í síðasta mánuði. Frammistaða hans á seinni níu holunum í kvöld var hreint út sagt frábær en Stenson, Mickelson og Fowler veittu honum harða keppni allt til enda. Aðstæður til þess að spila golf voru sérstakar í dag en mótshaldarar neyddust til þess að stöðva leik í rúmlega tvær klukkustundir vegna mikillar úrkomu sem bókstaflega drekkti vellinum. Það truflaði þó ekki kylfingana í toppbaráttunni sem sýndu allir mögnuð tilþrif á köflum og úr varð einn mest spennandi lokahringur í risamóti í langan tíma. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en lokahringurinn var gríðarlega spennandi og margir sterkir kylfingar börðust um titilinn. McIlroy lék hringina fjóra á Valhalla vellinum á samtals 16 höggum undir pari, einu betur en Phil Mickelson sem endaði á 15 höggum undir pari.Rickie Fowler og Henrik Stenson voru einnig í toppbaráttunni á lokahringnum en þeir deildu að lokum þriðja sætinu á 14 höggum undir pari. Sigur McIlroy er hans þriðji í röð en hann sigraði á Opna breska meistaramótinu og á Bridgestone Invitational í síðasta mánuði. Frammistaða hans á seinni níu holunum í kvöld var hreint út sagt frábær en Stenson, Mickelson og Fowler veittu honum harða keppni allt til enda. Aðstæður til þess að spila golf voru sérstakar í dag en mótshaldarar neyddust til þess að stöðva leik í rúmlega tvær klukkustundir vegna mikillar úrkomu sem bókstaflega drekkti vellinum. Það truflaði þó ekki kylfingana í toppbaráttunni sem sýndu allir mögnuð tilþrif á köflum og úr varð einn mest spennandi lokahringur í risamóti í langan tíma.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira