Verndartollar ekki til að verja skort Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:50 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira