Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2014 16:37 Ólöf Nordal í sal Alþingis. Vísir/Anton „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
„Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabankans og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk óvænt tíðindi er hún brá sér til Íslands fyrir nokkrum vikum til að vera viðstödd brúðkaup. Stórvinkona hennar, Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði, gekk í það heilaga. Ólöfu fannst hún vera orðin svo mikil um sig miðja auk þess sem hún fann að hún gekk ekki heil til skógar. Ákvað hún því að leita til læknis. „Á örskotsstundu skiptu fyrri plön engu máli, hversdagslegu verkefnin víkja núna fyrir þeirri stærstu áskorun sem ég hef staðið frammi fyrir. Óboðinn gestur hafði nefnilega sest að innra með mér,“ segir Ólöf í skilaboðum til lesenda heimasíðu hennar í dag. Ólöf hefur búið í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni en framundan voru flutningar til New York borgar.Flutningi til Bandaríkjanna frestað um ár „Praktísku atriðin voru komin á gott skrið, skólamál, íbúðarmál…allt hefðbundin verkefni sem fylgir því að flytja milli landa. Alpalandið var kvatt með söknuði í bili og við hlökkuðum til að takast á við nýjar áskoranir.“ Ólöf gekkst undir uppskurð á dögunum þar sem illkynja æxlið var fjarlægt. Hún segir í samtali við Vísi að læknar telji aðgerðina hafa gengið vel. Við taki lyfjagjöf en vonir standi til að hún verði orðin stálslegin fyrir jól. Flutningi fjölskyldunnar til Bandaríkjanna hefur verið frestað um árið en fjölskyldan ætlar að takast á við afleiðingar óboðna gestsins hér heima. „Þó það sé gott að búa í útlöndum er alltaf best að vera heima,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún segir enga ástæðu til annars en bjartsýni þegar þessum kafla í lífi sínu ljúki. Allt gangi samkvæmt áætlun, hárið sé að fjúka af kolli hennar og ætli hún sjálf að losa sig við afganginn af því í fyrramálið. „Það verður hressandi að láta íslenska síðsumarið leika um kollinn minn,“ segir í bloggfærslu Ólafar. Ólöf segir að eðlilega bregði sér við tíðindi sem þessi. „Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir þingkonan fyrrverandi við Vísi. Eigi fólk von á erfiðleikum fari það að lifa lífinu á annan hátt en eðlilegt sé. Svoleiðis eigi það ekki að vera. „Enginn á von á því að svona nokkuð hendi sig. Og það er gott. Ég ætla ekki að velta mér upp úr þessum veikindum en ég ætla hins vegar að sigrast á þeim. Ég finn um leið hvað jákvæðni og stilltur hugur skiptir miklu máli þegar áföll ríða yfir. Að reyna að ná stjórn á hugsunum sínum og laða fram það jákvæða í lífinu hjá mér sjálfri og öllum þeim sem eru í kringum mig.“ Þannig ætli hún að nálgast þetta stóra verkefni sem henni hafi nú verið falið að glíma við.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira