Tinna skírði frumburðinn: Föndraði skírnarkertið sjálf Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 12:30 Veðrið lék við mæðgurnar á skírnardaginn. Myndir/KJ photography „Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi. Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Undirbúningurinn fólst aðallega í því að fá hugmyndir á netinu og notaðist ég mikið við Pinterest,“ segir blaðakonan Tinna Alavis. Hún og hennar heittelskaði, Unnar Bergþórsson, skírðu frumburðinn þann 10. ágúst síðastliðinn og fékk litla hnátan nafnið Ísabella Birta. Tinna segist hafa fengið góða aðstoð frá fjölskyldu sinni við að undirbúa skírnarveisluna en veislan var afar stílhrein og falleg. „Ég valdi frekar rómantískan stíl og hlýja litatóna á skírnarborðið. Ég skreytti skírnarborðið til dæmis með bleikum liljum, spiladós og hringekju sem ég verslaði í Kjólar & Konfekt á Laugaveginum. Skírnarkertið föndraði ég sjálf. Ég notaði einnig glervörur frá iittala sem skraut á borðið en það er uppáhalds merkið mitt. Skírnartertuna pantaði ég hjá Jóa Fel og var hún mikið skraut út af fyrir sig. Ég prentaði út mynd af Ísabellu og setti í fallegan ramma á borðið sem kom vel út,“ segir Tinna.Falleg mynd af Ísabellu á skírnarborðinu.Skírnarkjól Ísabellu pantaði hún erlendis frá en hvernig var nafnið ákveðið? „Við völdum það einfaldlega vegna þess að okkur fannst það fallegt. Við vorum frekar fljót að ákveða fyrra nafnið en aðeins lengur með það seinna. Reyndar vorum við búin að ákveða annað eftirnafn en síðan fannst okkur hún bara vera svo mikil Birta og gleðigjafi,“ segir Tinna brosandi. Hún hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið þegar skírnarveisla er undirbúin.Tertan frá Jóa Fel var skraut út af fyrir sig.„Mér finnst blóm alltaf gera ótrúlega mikið, hvort sem það er skírn, ferming eða brúðkaup. Um að gera að leika sér nógu mikið og láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Númer eitt, tvö og þrjú er að byrja tímanlega að sanka að sér hugmyndum og ákveða þema.“ Ísabella kom í heiminn þann 13. apríl síðastliðinn og unir Tinna sér vel í móðurhlutverkinu.Skírnarkertið föndraði Tinna sjálf.„Móðurhlutverkið hefur gengið eins og í sögu þessa fyrstu fjóra mánuði. Þetta er nýtt og skemmtilegt hlutverk sem gefur svo sannarlega mikið,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hyggi á frekari barneignir stendur ekki á svörunum.Falleg mynd af feðginunum.„Já, mig langar í fleiri börn fljótlega. Þetta er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Þrjú börn væri voðalega gaman, get ég ímyndað mér. Sjáum til hvað betri helmingurinn segir við því,“ segir Tinna og hlær dátt. Fylgist með Tinnu á bloggsíðu hennnar hér.Kjóll Tinnu tónaði vel við skírnarborðið.Tinna unir sér vel í móðurhlutverkinu.Rómantískur blær.Ísabella er mikill gleðigjafi.
Tengdar fréttir "Elsku Ísabella okkar er komin í heiminn" Tinna Alavis orðin móðir. 19. apríl 2014 21:15 Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Hlakkar til að takast á við móðurhlutverkið Fyrirsætan Tinna Alavis á von á barni í næsta mánuði. 25. mars 2014 07:30