Einar Bárðar kemur öllum í opna skjöldu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2014 16:32 Einar Bárðar við píanóið og Rúnar og Jói fylgjast spenntir með. Mynd/Bylgjan Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér. Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Athafnamaðurinn Einar Bárðarson kom öllum í opna skjöldu í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni um helgina þegar hann flutti frumsamda lagið Ég sé í beinni útsendingu. Einar hefur löngum gengið undir nafninu Umboðsmaður Íslands enda gerði hann hljómsveitir á borð við Skítamóral og Nylon frægar. Færri vissu þó að Einar byggi yfir slíkum sönghæfileikum og raun bar vitni á Bylgjunni. Ég sé er hugljúf ballaða sem hefur heldur betur runnið ljúflega ofan í landsmenn. Bakaríinu er stjórnað af leikurunum Rúnari Frey og Jóhannesi Hauki og hafa margir skrifað athugasemdir við flutning Einars á Facebook-síðum þeirra sem og hjá Einari sjálfum. Meðal þeirra eru hjónin Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson. „Vá! Algjörlega frábær flutningur hjá þér!!! Þetta lag er líka alveg einstakt!“ skrifar Jóhanna og Geir tekur í sama streng. „Einar minn...algjör snilld! Hefði ekki verið slæmt að þú hefðir tekið þetta hjá "okkur" !“ skrifar Geir og vísar eflaust í brúðkaup þeirra Jóhönnu sem var haldið fyrr í sumar. Þá hvetur Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon Einar til þess að gefa út sólóplötu. „Frábær flutningur. Röddin frábær og píanóleikurinn óaðfinnanlegur. Einar Bárðarson kemur sífellt á óvart! Sólaplata löngu tímabær.“ Hlustið á flutning Einars hér.
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira