Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Bjarki Ármannsson skrifar 19. ágúst 2014 18:18 Brot Gísla geta varðað allt að þriggja ára fangelsi. Vísir/Stefán Gísli Freyr Valdórsson er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ Brotið varðar 136. grein almennra hegningarlaga. Þetta kemur fram í ákæru ríkissaksóknara á hendur Gísla sem fréttastofa RÚV birti í heild sinni. Brot Gísla getur varðar allt að þriggja ára fangelsi, hafi hann deilt vitneskju „til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni.“ Gísli hefur lýst yfir sakleysi sínu og segist handviss um að hann verði sýknaður af sökum þeim sem á hann eru bornar. Ákæra ríkissaksóknara í heild sinni er svohljóðandi:Ríkissaksóknari gjörir kunnugt:Að höfða ber sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendurGísla Frey Valdórssyni, kennitala 100680-4169, Flétturima 23, Reykjavík,fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, með því að hafa, á tímabilinu frá þriðjudeginum 19. nóvember 2013 til miðvikudagsins 20. nóvember 2013, í Reykjavík, látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos“. Samantektin var unnin af starfsmönnum innanríkisráðuneytisins 19. nóvember til upplýsingar fyrir innanríkisráðherra í tilefni af boðuðum mótmælum við innanríkisráðuneytið 20. nóvember vegna brottvísunar hælisleitandans Tony Omos á grundvelli úrskurðurðar ráðuneytisins frá 9. september 2013.Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka ekki til efnismeðferðar beiðni Tony Omos um hæli á Íslandi og að hann skyldi endursendur til Sviss. Í samantektinni var að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og upplýsingar um einkamálefni þriggja einstaklinga sem leynt áttu að fara, en þar var því meðal annars lýst að Tony Omos hefði stöðu grunaðs manns í tveimur umfangsmiklum sakamálum, að í hælismáli Evelyn Glory Joseph sem ætti von á barni, hugsanlega með Tony Omos, sé því borið við að hún sé mansalsfórnarlamb og að Tony Omos sé í sambandi við íslenska stúlku sem nafngreind var í minnisblaðinu. Þessar upplýsingar, sem voru til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda, birtust í Fréttablaðinu og á netmiðlunum visir.is og mbl.is að morgni 20. nóvember 2013.Telst þetta varða við 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavík 15. ágúst 2014Helgi Magnús Gunnarssonvararíkissaksóknari Lekamálið Tengdar fréttir Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ Brotið varðar 136. grein almennra hegningarlaga. Þetta kemur fram í ákæru ríkissaksóknara á hendur Gísla sem fréttastofa RÚV birti í heild sinni. Brot Gísla getur varðar allt að þriggja ára fangelsi, hafi hann deilt vitneskju „til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni.“ Gísli hefur lýst yfir sakleysi sínu og segist handviss um að hann verði sýknaður af sökum þeim sem á hann eru bornar. Ákæra ríkissaksóknara í heild sinni er svohljóðandi:Ríkissaksóknari gjörir kunnugt:Að höfða ber sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendurGísla Frey Valdórssyni, kennitala 100680-4169, Flétturima 23, Reykjavík,fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra, með því að hafa, á tímabilinu frá þriðjudeginum 19. nóvember 2013 til miðvikudagsins 20. nóvember 2013, í Reykjavík, látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos“. Samantektin var unnin af starfsmönnum innanríkisráðuneytisins 19. nóvember til upplýsingar fyrir innanríkisráðherra í tilefni af boðuðum mótmælum við innanríkisráðuneytið 20. nóvember vegna brottvísunar hælisleitandans Tony Omos á grundvelli úrskurðurðar ráðuneytisins frá 9. september 2013.Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að taka ekki til efnismeðferðar beiðni Tony Omos um hæli á Íslandi og að hann skyldi endursendur til Sviss. Í samantektinni var að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og upplýsingar um einkamálefni þriggja einstaklinga sem leynt áttu að fara, en þar var því meðal annars lýst að Tony Omos hefði stöðu grunaðs manns í tveimur umfangsmiklum sakamálum, að í hælismáli Evelyn Glory Joseph sem ætti von á barni, hugsanlega með Tony Omos, sé því borið við að hún sé mansalsfórnarlamb og að Tony Omos sé í sambandi við íslenska stúlku sem nafngreind var í minnisblaðinu. Þessar upplýsingar, sem voru til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda, birtust í Fréttablaðinu og á netmiðlunum visir.is og mbl.is að morgni 20. nóvember 2013.Telst þetta varða við 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavík 15. ágúst 2014Helgi Magnús Gunnarssonvararíkissaksóknari
Lekamálið Tengdar fréttir Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57
Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. 16. ágúst 2014 19:28
Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28
Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41