Fox hætt við yfirtöku á Warner Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2014 15:31 Rupert Murdoch eigandi Fox. Vísir/AFP Fjölmiðlafyrirtækið 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch, hefur dregið 80 milljarða dala, um níu þúsund milljarða króna, yfirtökutilboð í Time Warner til baka. Á þeirri einni viku síðan tilboðið var gert hafði verð hlutabréfa í Warner hækkað um tuttugu prósent. Verð hlutabréfa Fox hafði aftur á móti lækkað um ellefu prósent. Í yfirlýsingu sem Murdoch gaf út í gær, segir hann að sameining fyrirtækjanna tveggja hafi verið einstakt tækifæri. Hann sagði Fox hafa hætt við tilboðið vegna þróunarinnar á hlutabréfamörkuðum og að forsvarsmenn Warner hafi ekki viljað setjast niður og ræða tilboðið. Á vef Forbes er sagt frá því að í stað yfirtökunnar muni Fox eyða sex milljörðum dollara í að kaupa hlutabréf fyrirtækisins. Warner birti í morgun ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins og var hagnaður þess framúr væntingum samkvæmt New York times. þrátt fyrir gott uppgjör hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði í kjölfar ákvörðunar Fox um að draga tilboðið til baka. New York Times segja afturköllun tilboðsins vera stærsta ósigur Rupert Murdoch, sem hingað til hafi nærri því alltaf fangað bráð sína. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch, hefur dregið 80 milljarða dala, um níu þúsund milljarða króna, yfirtökutilboð í Time Warner til baka. Á þeirri einni viku síðan tilboðið var gert hafði verð hlutabréfa í Warner hækkað um tuttugu prósent. Verð hlutabréfa Fox hafði aftur á móti lækkað um ellefu prósent. Í yfirlýsingu sem Murdoch gaf út í gær, segir hann að sameining fyrirtækjanna tveggja hafi verið einstakt tækifæri. Hann sagði Fox hafa hætt við tilboðið vegna þróunarinnar á hlutabréfamörkuðum og að forsvarsmenn Warner hafi ekki viljað setjast niður og ræða tilboðið. Á vef Forbes er sagt frá því að í stað yfirtökunnar muni Fox eyða sex milljörðum dollara í að kaupa hlutabréf fyrirtækisins. Warner birti í morgun ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins og var hagnaður þess framúr væntingum samkvæmt New York times. þrátt fyrir gott uppgjör hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði í kjölfar ákvörðunar Fox um að draga tilboðið til baka. New York Times segja afturköllun tilboðsins vera stærsta ósigur Rupert Murdoch, sem hingað til hafi nærri því alltaf fangað bráð sína.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira