Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 31. júlí 2014 11:00 Efnahagsráðherra Argentínu, Axel Kicillof, talar á blaðamannafundi í gær. Vísir/AP Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna. Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna.
Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22