Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Bjarki Ármannsson skrifar 22. júlí 2014 11:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins. Vísir/Arnþór/Arnþór Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34
Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35
Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09