Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2014 22:46 Atli Jóhannsson fiskaði víti sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr. vísir/daníel Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11
Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44