Lagaleg staða Hannesar ekkert breyst Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2014 13:42 Svanur Kristjánsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Vísir/GVA/VALGARÐUR „Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“ Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
„Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira