Lækningamáttur leðjunnar Rikka skrifar 15. júlí 2014 09:00 Leirbað er slakandi Mynd/Rikka Leirböð hafa lengi vakið áhuga minn og svalaði ég þeirri löngun til að prófa núna um daginn þegar ég heimsótti Heilsustofnunina í Hveragerði á dögunum. Ég velti því fyrir mér af hverju í ósköpunum væri nú gott að leggjast í bað fullt af volgum leir þegar ljúft freyðibað væri nú kannski augljósari og ákjósanlegri kostur allavegana svona í fyrstu. Ég komst nú fljótlega að því að leirböð væru nú eitthvað stærra og meira en einungis til þess að svala “sandkassaendurminningum” úr barnæsku. Volgur jarðleir er nefnilega forn lækningarmeðferð sem hefur þróast við bað- og náttúrulækningar í Evrópu um aldir. Þar tíðkaðist að nota leðju eða sjávarbotnfall í meðferðum sem eru enn notaðar víða um heim. Á Heilsustofnuninni er notaður leir sem sóttur er úr leirhverum við Reykjafjall í nágrenni Hveragerðis og í honum er meðal annars kísilsýra sem er talin vera góð fyrir húðina auk þess sem hitinn (38°C–40°C) gerir vöðvum, liðum og beinum gott. Leirmeðferð hefur góð áhrif á gigtarsjúklinga, á húðsjúkdóminn psoriasis og önnur húðvandamál. Margir hafa hlotið bata til lengri eða skemmri tíma með því að stunda leirböð. Fyrir utan þessa frábæru kosti er meðferðin afskaplega slakandi og nærandi fyrir sálina. Ég er ekki frá því að ég hafi bara skilið eftir allar mínar heimsins áhyggjur á þessum dásamlega stað og snúið heim á leið sem nýsleginn túskildingur. Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið
Leirböð hafa lengi vakið áhuga minn og svalaði ég þeirri löngun til að prófa núna um daginn þegar ég heimsótti Heilsustofnunina í Hveragerði á dögunum. Ég velti því fyrir mér af hverju í ósköpunum væri nú gott að leggjast í bað fullt af volgum leir þegar ljúft freyðibað væri nú kannski augljósari og ákjósanlegri kostur allavegana svona í fyrstu. Ég komst nú fljótlega að því að leirböð væru nú eitthvað stærra og meira en einungis til þess að svala “sandkassaendurminningum” úr barnæsku. Volgur jarðleir er nefnilega forn lækningarmeðferð sem hefur þróast við bað- og náttúrulækningar í Evrópu um aldir. Þar tíðkaðist að nota leðju eða sjávarbotnfall í meðferðum sem eru enn notaðar víða um heim. Á Heilsustofnuninni er notaður leir sem sóttur er úr leirhverum við Reykjafjall í nágrenni Hveragerðis og í honum er meðal annars kísilsýra sem er talin vera góð fyrir húðina auk þess sem hitinn (38°C–40°C) gerir vöðvum, liðum og beinum gott. Leirmeðferð hefur góð áhrif á gigtarsjúklinga, á húðsjúkdóminn psoriasis og önnur húðvandamál. Margir hafa hlotið bata til lengri eða skemmri tíma með því að stunda leirböð. Fyrir utan þessa frábæru kosti er meðferðin afskaplega slakandi og nærandi fyrir sálina. Ég er ekki frá því að ég hafi bara skilið eftir allar mínar heimsins áhyggjur á þessum dásamlega stað og snúið heim á leið sem nýsleginn túskildingur.
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið