Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar 18. júní 2014 17:12 Kári Kristján Kristjánsson. vísir/vilhelm Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. Kári taldi sig hafa náð samkomulagi um samning við félagið en skilningur handknattleiksdeildar ÍBV er allt annar eins og fram kemur í yfirlýsingunni að neðan. Þar segir enn fremur að ásakanir Kára í viðtalinu í Fréttablaðinu séu ekki á rökum reistar og honum ósæmandi.Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. Kári taldi sig hafa náð samkomulagi um samning við félagið en skilningur handknattleiksdeildar ÍBV er allt annar eins og fram kemur í yfirlýsingunni að neðan. Þar segir enn fremur að ásakanir Kára í viðtalinu í Fréttablaðinu séu ekki á rökum reistar og honum ósæmandi.Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Sjá meira
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00