Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Björn Jón fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirihluta komnar. Vísir/Aðsend/HAG „Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52