Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 21:30 Hreiðar Eiríksson styður ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina. „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
„Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi forstöðumaður útlendingastofnunnar, sem situr í fimmta sæti framboðs Framsóknar og flugvallarvina. Hann segir á Facebooksíðu sinni ástæðuna vera ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, í frétt sem birtist á Vísi í dag. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa Framsókn og flugvallarvinir lagt áherslu á að koma að minnsta kosti einum fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég hef stutt það. Eftir atburði dagsins get ég hins vegar ekki gert það lengur. Það stríðir gegn samvisku minni að styðja skoðanir af því tagi sem kynntar hafa verið í dag. Ég hef rætt málin innan flokksins, og við oddvita framboðsins, og kynnt þeim sjónarmið mín.“ Hann segir afturköllun úthlutunar Reykjavíkurborgar á lóð undir byggingu bænahúss tiltekins trúfélags aldrei hafa verið rædda innan framboðsins. Þá bendir hann á að í kvöldfréttum RÚV hafi oddvitinn sagt að fyrir henni væri þetta spurning um lýðræði. Að láta íbúa kjósa um hvort og hvar trúfélagið fengi leyfi til að byggja sitt guðshús. „Ég hef lagt mig fram um að styðja framboð Framsóknar og flugvallarvina með að leggja til málanna það sem ég tel rétt og í samræmi við stefnu flokksins. Hins vegar verð ég að rísa upp þegar ég verð þess var að oddvitinn boðar stefnu sem framboðið hefur ekki,“ segir Hreiðar. Post by Hreiðar Eiríksson.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira