Fjölbreyttari ferðamáti, vinir einkabílsins eða bíllaus lífstíll? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2014 11:49 Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið!
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun