"Nauðgun á ekki heima í gamanmynd“ 14. maí 2014 22:00 Spike Lee Vísir/Getty Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira