Birgitta gagnrýnir starfshætti þingsins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 20:55 Birgitta gagnrýndi að þau þingmannamál sem eru ekki afgreidd á einu þingi þurfi að ræða aftur frá byrjun á næsta þingi. Birgitta Jónsdóttir gagnrýndi starfshætti þingsins í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Hún sagðist þó horfa fram á bjartari tíma í þessum efnum og vonaðist til þess að fjöldamörg svokölluð þingmannamál verði samþykkt á þessu þingi. Birgitta gagnrýndi að þau þingmannamál sem eru ekki afgreidd á einu þingi þurfi að ræða aftur frá byrjun á næsta þingi.„Þegar hverju þingi líkur þá er skorið á svokallaðan þingmálahala, þess vegna afgreiðum við svona mörg mál í belg og biðu við lok hvers þings. Þingmálahalinn sem skorið er á, samanstendur af öllum þingmálunum og lögunum sem við náum ekki að ljúka á næstu dögum. Mér finnst það furðulegt verklag og hef nöldrað yfir því í fimm ár án árangurs. Það þýðir nefnilega að þau mál sem við erum næstum því búin að afgreiða þurfa að vera endurflutt, við þurfum að fá aftur sömu umsagnirnar frá almenningi og hagsmunaaðilum og við þurfum að fá sömu gestina aftur til að ræða aftur um sama óbreytta frumvarpið eða ályktunina. Sum mál hafa farið í gegnum þetta ferli í 4 til 5 skipti. Mál sem samstaða er um og enginn málefnalegur né pólitískur ágreiningur um.“ Birgitta segir að kjósendur megi þó vænta að á næstu dögum verði fjöldamörg þingmannamál samþykkt:„Ástæða þess að ég er svona ánægð með Íslandsmetið er að fjöldamörg mál sem hafa verið flutt aftur og aftur, jafnvel af þingmönnum annarra flokka þing eftir þing fá loksins afgreiðslu og verða annað hvort að verklagsreglum fyrir ríkisstjórnina eða að lögum. Aldrei fyrr né síðar hafa jafn mörg þingmannamál verið sett á dagskrá til fullnaðarafgreiðslu eins og við munum verða vitni að á næstu tveimur dögum.“ Birgitta nefndi ákveðin dæmi:„Við höfum samþykkt þingsályktanir um eftirfarandi málefni Átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, Forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, Jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), Leikskóli að loknu fæðingarorlofi, Mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar, Myglusveppur og tjón af völdum hans, Skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, Skráning upplýsinga um umgengnisforeldra og Stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.Við munum samþykkja þingsályktanir uAðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða, Efling skógræktar sem atvinnuvegar, Hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri, Landsnet ferðaleiða, Mótmæli gegn ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda, Rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku, Ráðstafanir gegn málverkafölsunum, Samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna, Skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014,Varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi, Mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, Bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, stefna varðandi Byggingu nýs Landspítala, og Gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum.“ Í lok ræðu sinnar fjallaði Birgitta um samstarf, í stað átaka.„Alþingi er ekki endilega það átakasvæði sem fjölmiðlar draga upp og við sjálfum látum í skína í þingsal. Alþingi yrði ekkert úr verki og lögin yrðu margfallt verri ef við myndum ekki bera gæfu til að vinna saman.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com Hinsegin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir gagnrýndi starfshætti þingsins í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum fyrr í kvöld. Hún sagðist þó horfa fram á bjartari tíma í þessum efnum og vonaðist til þess að fjöldamörg svokölluð þingmannamál verði samþykkt á þessu þingi. Birgitta gagnrýndi að þau þingmannamál sem eru ekki afgreidd á einu þingi þurfi að ræða aftur frá byrjun á næsta þingi.„Þegar hverju þingi líkur þá er skorið á svokallaðan þingmálahala, þess vegna afgreiðum við svona mörg mál í belg og biðu við lok hvers þings. Þingmálahalinn sem skorið er á, samanstendur af öllum þingmálunum og lögunum sem við náum ekki að ljúka á næstu dögum. Mér finnst það furðulegt verklag og hef nöldrað yfir því í fimm ár án árangurs. Það þýðir nefnilega að þau mál sem við erum næstum því búin að afgreiða þurfa að vera endurflutt, við þurfum að fá aftur sömu umsagnirnar frá almenningi og hagsmunaaðilum og við þurfum að fá sömu gestina aftur til að ræða aftur um sama óbreytta frumvarpið eða ályktunina. Sum mál hafa farið í gegnum þetta ferli í 4 til 5 skipti. Mál sem samstaða er um og enginn málefnalegur né pólitískur ágreiningur um.“ Birgitta segir að kjósendur megi þó vænta að á næstu dögum verði fjöldamörg þingmannamál samþykkt:„Ástæða þess að ég er svona ánægð með Íslandsmetið er að fjöldamörg mál sem hafa verið flutt aftur og aftur, jafnvel af þingmönnum annarra flokka þing eftir þing fá loksins afgreiðslu og verða annað hvort að verklagsreglum fyrir ríkisstjórnina eða að lögum. Aldrei fyrr né síðar hafa jafn mörg þingmannamál verið sett á dagskrá til fullnaðarafgreiðslu eins og við munum verða vitni að á næstu tveimur dögum.“ Birgitta nefndi ákveðin dæmi:„Við höfum samþykkt þingsályktanir um eftirfarandi málefni Átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, Forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, Jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), Leikskóli að loknu fæðingarorlofi, Mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar, Myglusveppur og tjón af völdum hans, Skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, Skráning upplýsinga um umgengnisforeldra og Stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.Við munum samþykkja þingsályktanir uAðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða, Efling skógræktar sem atvinnuvegar, Hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri, Landsnet ferðaleiða, Mótmæli gegn ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda, Rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku, Ráðstafanir gegn málverkafölsunum, Samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna, Skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014,Varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi, Mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, Bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, stefna varðandi Byggingu nýs Landspítala, og Gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum.“ Í lok ræðu sinnar fjallaði Birgitta um samstarf, í stað átaka.„Alþingi er ekki endilega það átakasvæði sem fjölmiðlar draga upp og við sjálfum látum í skína í þingsal. Alþingi yrði ekkert úr verki og lögin yrðu margfallt verri ef við myndum ekki bera gæfu til að vinna saman.“Tweets about '#eldhusdagur' Twitter / Search - #eldhusdagur twitter.com
Hinsegin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira