Nýtt lag frá Michael Jackson 2. maí 2014 14:00 Nýtt lag frá konungi poppsins og goðsögninni Michael Jackson, var frumflutt í gærkvöldi á iHeartRadio Music Awards, en hátíðin fór fram í Los Angeles. Lagið ber titilinn, Love Never Felt So Good og syngur Jackson þar dúett með Justin Timberlake, ekki amaglegt teymi þar á ferð. Eins og fyrr segir var lagið frumflutt í gær en það vakti þó athygli að Timberlake var ekki á staðnum, en hins vegar var Usher mættur á sviðið til að dilla sér við lagið, sem er einkar grípandi. Lagið, sem er samið árið 1983, er eitt af þeim átta lögum sem verða á væntanlegri plötu Jacksons. Platan sem ber nafnið Xscape, kemur út þann 13. maí en þetta er fyrsta platan sem gefin er út í nafni poppkóngsins eftir andlát hans árið 2009. Á plötunni eru átta áður óútgefin lög sem ýmsir pródúsentar hafa sett í nútímabúning.Timbaland er aðalpródúsent plötunnar og fær hjálp frá Rodney Jerkins, Stargate, Jerome „Jroc“ Harmon og John McClain. Justin Timberlake hvatti aðdáendur sína til þess að ljá laginu eyra á Twitter-aðgangi sínum, eins og sjá má hér að neðan.#PLAYITLOUD: "Love Never Felt So Good" duet version @michaeljackson #MJandJT #MJXSCAPE http://t.co/XtgwKcGHro— Justin Timberlake (@jtimberlake) May 2, 2014 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nýtt lag frá konungi poppsins og goðsögninni Michael Jackson, var frumflutt í gærkvöldi á iHeartRadio Music Awards, en hátíðin fór fram í Los Angeles. Lagið ber titilinn, Love Never Felt So Good og syngur Jackson þar dúett með Justin Timberlake, ekki amaglegt teymi þar á ferð. Eins og fyrr segir var lagið frumflutt í gær en það vakti þó athygli að Timberlake var ekki á staðnum, en hins vegar var Usher mættur á sviðið til að dilla sér við lagið, sem er einkar grípandi. Lagið, sem er samið árið 1983, er eitt af þeim átta lögum sem verða á væntanlegri plötu Jacksons. Platan sem ber nafnið Xscape, kemur út þann 13. maí en þetta er fyrsta platan sem gefin er út í nafni poppkóngsins eftir andlát hans árið 2009. Á plötunni eru átta áður óútgefin lög sem ýmsir pródúsentar hafa sett í nútímabúning.Timbaland er aðalpródúsent plötunnar og fær hjálp frá Rodney Jerkins, Stargate, Jerome „Jroc“ Harmon og John McClain. Justin Timberlake hvatti aðdáendur sína til þess að ljá laginu eyra á Twitter-aðgangi sínum, eins og sjá má hér að neðan.#PLAYITLOUD: "Love Never Felt So Good" duet version @michaeljackson #MJandJT #MJXSCAPE http://t.co/XtgwKcGHro— Justin Timberlake (@jtimberlake) May 2, 2014
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira