Keira leikur í stórmynd Baltasars Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. maí 2014 16:13 Leikkonan Keira Knightley er búin að landa hlutverki í stórmynd Baltasars Kormáks, Everest. Aðrir leikarar í myndinni eru til að mynda Josh Brolin og Jake Gyllenhaal en Keira leikur eiginkonu Jason Clarke sem túlkar fjallgöngukappann Rob Hall. Myndin er meðal annars tekin upp í Pinewood Studios, í Englandi, Nepal og ítölsku Ölpunum en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar sagði frá því í Fréttablaðinu fyrir stuttu að myndin væri langerfiðasta verkefni sem hann hefði tekið að sér á ferlinum en tökuliðið á vegum hans var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar. Tengdar fréttir Slysið á Everest setti strik í reikninginn Baltasar Kormákur er nýkominn til landsins eftir að hafa dvalið erlendis í fjóra mánuði við gerð stórmyndarinnar Everest. 29. apríl 2014 09:15 Nakinn á setti Everest Jake Gyllenhaal gantast með Ingvari E. Sigurðssyni. 12. mars 2014 09:30 Robin Wright og Sam Worthington í Everest Enn bætist í leikarahóp Baltasars Kormáks 26. mars 2014 12:00 Frumsýningu Everest seinkað um sjö mánuði Til stóð að frumsýna myndina 27. febrúar á næsta ári en nú hefur sú frumsýningadagur dregist til 18. september. 22. mars 2014 12:19 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Keira Knightley er búin að landa hlutverki í stórmynd Baltasars Kormáks, Everest. Aðrir leikarar í myndinni eru til að mynda Josh Brolin og Jake Gyllenhaal en Keira leikur eiginkonu Jason Clarke sem túlkar fjallgöngukappann Rob Hall. Myndin er meðal annars tekin upp í Pinewood Studios, í Englandi, Nepal og ítölsku Ölpunum en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar sagði frá því í Fréttablaðinu fyrir stuttu að myndin væri langerfiðasta verkefni sem hann hefði tekið að sér á ferlinum en tökuliðið á vegum hans var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar.
Tengdar fréttir Slysið á Everest setti strik í reikninginn Baltasar Kormákur er nýkominn til landsins eftir að hafa dvalið erlendis í fjóra mánuði við gerð stórmyndarinnar Everest. 29. apríl 2014 09:15 Nakinn á setti Everest Jake Gyllenhaal gantast með Ingvari E. Sigurðssyni. 12. mars 2014 09:30 Robin Wright og Sam Worthington í Everest Enn bætist í leikarahóp Baltasars Kormáks 26. mars 2014 12:00 Frumsýningu Everest seinkað um sjö mánuði Til stóð að frumsýna myndina 27. febrúar á næsta ári en nú hefur sú frumsýningadagur dregist til 18. september. 22. mars 2014 12:19 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Slysið á Everest setti strik í reikninginn Baltasar Kormákur er nýkominn til landsins eftir að hafa dvalið erlendis í fjóra mánuði við gerð stórmyndarinnar Everest. 29. apríl 2014 09:15
Robin Wright og Sam Worthington í Everest Enn bætist í leikarahóp Baltasars Kormáks 26. mars 2014 12:00
Frumsýningu Everest seinkað um sjö mánuði Til stóð að frumsýna myndina 27. febrúar á næsta ári en nú hefur sú frumsýningadagur dregist til 18. september. 22. mars 2014 12:19