Þingmenn verð að fara að vilja þjóðarinnar Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:30 Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur. ESB-málið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur.
ESB-málið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira