,,Rýrir trúverðugleika Birkis Jóns“ Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 15:31 Ólafur Þór Gunnarsson undrast ummæli Birkis Jóns Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09