E-Zoo haldið á ný þrátt fyrir tvö dauðsföll í fyrra 23. apríl 2014 18:00 Af hátíðinni í fyrra Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Skipuleggjendur Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar sem haldin er í New York-fylki ætla að halda hátíðina í ár, þrátt fyrir að lokadegi hátíðarinnar hafi verið aflýst í fyrra vegna tveggja dauðsfalla og fleiri sjúkrahúsinnlagna sem tengdust eiturlyfjanotkun. Til þess að koma í veg fyrir að annað eins endurtaki sig mun öryggisgæsla á hátíðinni vera hert til muna, en þar verða dulbúnir öryggisverðir, hundar sem þefa uppi eiturlyf við alla innganga, og allir gestir sem kaupa miða þurfa að horfa á stutt myndbrot um hættur þess að neyta eiturlyfja. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að Electric Zoo verði haldið í New York að nýju,“ sögðu Mike Bindra og Laura De Palma, skipuleggjendur hátíðarinnar, í tilkynningu. „Undanfarin fimm ár hefur hátíðin vaxið og dafnað, og orðið ein af vinsælustu og viðurkenndustu alþjóðlegu tónlistarhátíðunum. Tækifærið til þess að efna til hátíðarinnar á nýjan leik er ábyrgð sem við tökum mjög alvarlega, og við hlökkum til að herða öryggisgæslu til þess að bæta reynslu þeirra sem sækja hátíðina til muna.“ Í september í fyrra, var lokadegi E-Zoo hátíðarinnar aflýst eftir að Olivia Rotondo, 20 ára, og Jeffrey Russ, 23 ára, létust vegna ofneyslu MDMA, betur þekkt sem eiturlyfið Mollý. Fjórir aðrir voru lagðir inn á spítala, 31 voru handteknir og að minnsta kosti ein kæra lá fyrir um kynferðisbrot.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira