Leita enn að nýjum oddvita Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. apríl 2014 21:08 Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls." Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls."
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira